Skattalækkun á matvöru, en hver tekur svo til sín sparnaðinn??

Frábært framtak eða óumflýjanleg gjörningur að kröfu heimila og kjósenda?

Jæja nú finnum við öll fyrir þvi að það fer að styttast í þingkosningar næsta vor. Það eru allir farnir að smjaðra, Jón Sigurðsson segir ekkert ákveðið varðandi frekari virkjanir, Pétur Blöndal hefur þagað sl. vikur. Ingibjörg Sólrún sýnir tennurnar og Steingrímur J. ekki eins orðhvass.

Ríkisstjórnin lækkar matarskattinn 1. Mars nokkrum vikum fyrir kosningar, fyrstu vikurnar sem við komum til með að finna smávægilega fyrir lækkun matarverðs. Á meðan kosningarnar sjálfar fara fram er kvöldmaturinn okkar ódýrari en í dag. En hvað svo?  Má ekki búast við kapphlaupi stórmarkaðanna og bankanna sem slást um að taka þær auka ráðstöfunartekjur sem við fáum, annaðhvort með álagningu eða færslu og þóknunargjöldum í bankanum. Ég veðja á annaðhvort.

Ég allavegna bíð spenntur eftir því að sjá muninn og hvað hann varir lengi. Hvað komið þið til með að spara lengi? Ætli ég kaupi á meðan ekki betri matvöru, sleppi Bónus/Krónu-brauði, Bónus/Krónu kjötfarsi og útþynntri skinku.

Verði ykkur að góðu..

Kveðja

Ingimundur


mbl.is Virðisaukaskattur og tollar af matvælum lækka 1. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboð og frambjóðendur.

Það er nóg um að vera í prófkjörum allra flokka um þessar mundir og erfitt að ætla ræða það eitthvað sérstaklega eða kynna sér frambjóðendur í hverju prófkjöri fyrir sig. Þó það væri gaman að hafa tíma til að skoða hvern frambjóðenda fyrir sig, hver manneskjan er og hvort viðkomandi hafi eigi erindi fyrir mína hönd inná þing.

Eitt er þó nokkuð ljóst að þeir sem berjast af áhuga og hugsjónum einum saman munu sennilega ekki komast inn á þing, það sem til þarf er fjársterka einstaklinga, stjörnuframbjóðendur, góðvinir eða ættingjar innan forystunnar til að hylla manni og eða vera í forystu innan ungliðahreyfinga flokkanna og halda þar utanum góðan vinahóp og gæta þess einungis æskilegt fólk taki þátt.

Ég stórlega efast um það að meðal þeirra frambjóðenda sem hafa skilað sér eða koma til með að skila sér sé í prófkjörið sé hinn almenni borgari. Sem ekki hafi ítök eða fjölmennan hóp stuðningsmanna innan flokksins, láti þeir sig hinsvegar hafa það að reyna á það að taka þátt verður þeim auðveldlega bolað í burtu eða í sæti þar sem þeim er ekki tryggð nein þáttaka. Allir flokkarnir ætla að nýta sér rétt til færslu fólks á lista, rétt til breytinga sem og hyllinga á ákveðnum kunningjum.

Jafnræði og jafnrétti á ekki allsstaðar við, ekki innan flokkanna, þar eiga aðilar sín sæti, forystan deilir ávallt með sér efstu sætunum, og færír sínum velviljuðu vinum auka sæti, þar á fólk sitt pláss og sín málefni sem fæstum er heimilt að snerta á. Það er víst fátt annað fyrir mig en að bölva þessu eins og er og bíða og sjá hvað setur, hverjir koma til með að bjóða sig framm og hverjir eru vinveittir forystunni.

Sjáum svo til hvað verður, ég kem eftilvill með að geta bent á nokkrum dæmi næstu daga og vikur.

Ingimundur


Þá byrjar það.

Opnaði bloggplássið hér í ágúst síðastliðinum. Búinn að vera að leita og prufa hinn óendanlega fjölda vefsíðna sem bjóða uppá "blogg". Ekkert þeirra er fullkomið, eða nákvæmlega eins og ég vil hafa það. Vonandi ég sættist á þetta næstu misseri, mánuði eða lengur.

En hvað kom þá til að ég blogga núna og að ég færði mig hingað?

Jú, ég varð einhvernveginn að fagna. Fagna því þegar Dagný Jónsdóttir http://www.xb.is/dagny/ ætlar ekki aftur á þing. Það situr enn í mér og ég man það vel þegar hún kom fram í fréttum og sagðist fylgja sínu liði og það var bara nokkrum dögum áður sem hún sagðist fylgja sinni sannfæringu. Fyrir ykkur sem ekki muna þetta þá snérist það um fjárveitingu til Háskólans, annars var þetta árið 2003 og því lengra liðið en því sem nær 6 vikna skammtímaminni íslendinga.

Úff þá kom ég því frá mér.  En hér verð ég semsagt næstu vikur og vonandi lengur en ég hef tollað annarsstaðar, kem til með að færa eldri færslur inn næstu daga og næstu vikur.

Kveðja

Mundi


« Fyrri síða

Um bloggið

Mundi.is - Ingimundur Sveinn Pétursson

Höfundur

Ingimundur Sveinn Pétursson
Ingimundur Sveinn Pétursson

Spurt er

Áttu stjórnvöld að skipta sér af komu framleiðenda og leikara erótískra mynda?

Síður

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Danssýning
  • Danssýning
  • Danssýning
  • Danskennsla
  • hm2007

Fólk

Ýmist nöldur og tuð eða sjóðheitar helgarsögur....

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband