Jæja gleðilegt nýtt ár, ég er aðeins að ranka við mér....

Gleðilegt nýtt ár, það er víst kominn tími á að ég láti aðeins heyra í mér á nýju ári, svona þegar ég hef andartak til að anda setjast niður, vafra og blogga.

 

Varð bara að henda inn einu stuttu innleggi til að ýta við mér að halda áfram. Strengdi engin áramótaheit, en spurning um að ná samt einu innleggi vikulega hið minnsta.


Feðradagur, fjölskylduform nútímans.

Jæja feður til hamingju með daginn. Fyrsti opinberi feðradagurinn, 62 árum á eftir fyrsta mæðradeginum á Íslandi sem var 24. Maí 1934.

 Vigdís FinnbogadóttirJafnrétti snýr nefnilega ekki aðeins að konum og mæðrum, heldur körlum og feðrum líka.

 

 

Fyrir vikið héldu Ábyrgir feður ráðstefnu á Hótel Nordica klukkan 14 í dag. En það var svo ekki fyrr en í hádeginu sem ég vissi af því þegar fjallað var um það í fréttum, fyrir vikið skellti ég mér í sturtu og skelltum við feðgarnir okkur að því loknu á ráðstefnu. Almar fór í gæslu, litaði, föndraði, bjó til bát, hatt og fór í leiki.

 

Ráðstefnan byrjaði á ávarpi Magnúsar Stefánssonar, Félagsmálaráðherra. Gísli Gíslason kom svo með erindi frá Ábyrgum feðrum, Dr. Sigrún Júlíusdóttir kom svo með erindi úr rannsókn sem hún er að vinna úr núna um hagi foreldra og hamingju barna og að lokum hélt Tom Beardshaw erindi um stöðu feðra í Englandi opinbera stöðu þeirra gagnvart yfirvöldum þar sem opinbera kerfi þeirra gerir feðrum erfiðara fyrir að taka jafnan þátt í foreldrahlutverkinu heldur en móður, kom mér mest á óvart að feður fá þar aðeins 2 vikur í barneignafrí, en mæður allt að 12 mánuðum. Hin sjarmerandi, Frú Vigdís Finnbogadóttir, var svo heiðursgestur ráðstefnunnar.

 

Þeir fyrirlestrar sem þarna voru haldnir og innihald þeirra komu eflaust flestum ekki mikið á óvart, en góð áminning fyrir alla sem á þá hlustuðu. Hlutverk feðra er ekki lengur einskorðað við framfærslu heimilis og fjölskyldu, líkt og hlutverk mæðra er heldur ekki einskorðað við uppeldi barna og heimilisstörf. Það er nú hlutverk hvort tveggja mæðra og feðra að framfæra heimili, sinna heimilisskyldum og ala upp börnin í sameiningu hvort sem um hjónaband, sambúð eða skilnað er að ræða.

 

Feður og mæður eru hvort tveggja jafn mikilvæg.

 

Það krefst ekki mikilla jákvæðni að viðurkenna það að mikilvægi feðra og mæðra er það sama. Hlutverk þeirra er það sama, uppeldi krefst þess sama af hvoru fyrir sig, sömu vinnu og sömu umhyggju. En sennilega krefst samfélagið lengri tíma, sem felst í því að  minnka hlutverk mæðra og kvenna í lífi barna og auka hlutverk feðra og karla.

 

Rétt eins og börnin okkar, þá lærðum við það sem fyrir okkur var haft. Sú kynslóð sem nú sinnir foreldrahlutverkinu verður sennilega með seinustu kynslóðunum til að alast upp við kynjaskipt hlutverk foreldra okkar, feður okkar voru fyrirvinnan og mæðurnar ólu okkur upp. Mörg okkar sjá þetta eflaust ekki breytast á einni nóttu, ekki í dag, en vonandi verður samt skref í þá átt á hverju ári, annað skref tekið á næsta ári og eitt skref hvert ár þar á eftir. Í kaffipásunni lennti ég á spjalli við hina sjarmerandi Frú Vigdísi Finnbogadóttur og nefndi ég það að ég teldi jafnræði í uppeldi, heimilisstörfum og framfærslu heimilana taki e.t.v. samfélagið 1-2 kynslóðir, því miður.  Það þarf ekki aðeins hugarfarsbreytingu meðal foreldra, heldur er nauðsynlegt að atvinnurekendur leggi áherslu á fjölskylduvænan vinnutíma, þingmenn og ráðherrar breyti umgjörð fjölskyldunnar á Íslandi. Það þarf breytingar á skattaumhverfi, meðlagi, skattfríðindum, útgjalda o.s.frv. samfélagið þarf að vera fjölskylduvænna, fyrir öll fjölskylduform og eigi verra en svo að einstaklingur á lágmarkslaunum geti framfleytt sér, sínum börnum og eignast sitt eigið húsnæði með breyttu lánakerfi, skattaumhverfi og gjaldfrjálsri þjónustu fyrir börnin.

 

Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra, en hér koma nokkur ummæli af ráðstefnunni sem ég tel að allir ættu að hugleiða og hafa að leiðarljósi.

Mögulega fer ég ekki orðrétt með ummæli viðkomandi, endilega sendið mér leiðréttingar sé þetta rangt hjá mér. 

Varðandi rétt á umgengni og uppeldi barna.

Ábyrgðin og verkefnin snúa að fullorðnum: Ríkisstjórninni og foreldrum. En rétturinn og lausnirnar varða börnin. – Dr. Sigrún Júlíusdóttir.

 

Erum við búin að gleyma því hvernig er að vera barn? Setjum okkur í spor barnanna.

-         Frú, Vigdís Finnbgadóttir, varðandi ágreining foreldra um hagsmuni barna.

 

Tom BeardshawÞað var iðnbyltingin sem festi mæður á heimilum en feður á vinnustöðum. – Tom Beardshaw, frá Fathers Direct í Englandi. Þessi ummæli og umfjöllum Tom´s í sinni kynningu greip ég vel og heillaðist mikið af allri hans framsetningu. Var þessi setning í kringum umæli varðandi breytinguna á hlutverki feðra fyrir og eftir Iðnbyltinguna. Fyrir Iðnbyltinguna var hlutverk feðra í uppeldi mun meira, feður unnu oft á ökrum í nánd heimilis á vinnustað í göngufæri við heimili ( jafnvel á heimili) og strax við 6-7 ára aldur barna og sérstaklega drengja, fóru þeir með feðrum sínum í vinnu, hvort tveggja vegna samvista eða til að læra sama fag og faðir þeirra vann við. 

En áður en ég lýk innleggi þessa dags, þá er kannski ágætt að hvert og eitt okkar hugleiðum fjölskylduform nútímans, teljum klst. samvistum við barnið. Við sjáum það að uppeldishlutverk barnanna hefur færst inná stofnanir, þangað mæta börnin klukkan 08:00 á morgnanna og koma heim klukkan 17:00, þetta byrjar á leikskólanum um 18 mánaða aldur, grunnskólinn tekur við um 6 ára aldur, svo tekur úlfatíminn við þar til það er svefntími barnanna klukkan 20-21, þegar börnin eldast og við foreldrarnir komum heim úr vinnu klukkan 17 og 18 hefur vinahópurinn og jafnaldrar barnanna tekið við hlutverkinu að hluta. Úff, ég sé það núna þegar ég skrifa það niður, ég bý ekki í fjölskylduvænu samfélagi. Ætla velta þessu aðeins meira fyrir mér, gerð þú það líka!

 

Kveðja Mundi


Vetrarfrí og frístund. Neyddur í launalaust frí!

Jæja nokkuð síðan ég sagði nokkur orð seinast. En nú get ég víst gefið mér tíma þar sem vetrarfrí hefur verið í skólanum hjá syni mínum og ég þar af leiðandi þröngvaður í launalaust frí. Ekki það að ég geti ekki nýtt tímann með syni mínum eða njóti þess ekki, þó svo að aðra daga vilji ég glaður eiga mun meiri tíma með honum. Kvöldin eftir vinnu frá sex til hálf níu nýtist okkur verulega illa enda margt sem þarf að gerast á þeim stutta tíma.

 

Það er samt allaf  “ENN” , ef við lítum á það öðruvísi þá hefði ég viljað hafa valmöguleika þarna á að geta skráð hann í Frístund þessa daga. Af 22 virkum dögum í nóvembermánuði þá skerðir þriggja daga vetrarfrí grunnlaunin um 14% í nóvember. Og fyrir mig einan þá er það veruleg skerðing fyrir mig. Ég veit það líka að ég er ekki eina foreldrið sem stend í þessum sporum, sumir bjargast með eldri börnum sem geta gætt yngri systkyna sinna, aðrir foreldrar geta skipst á að taka sér frí, sumir foreldrar eru heimavinnandi, og 14% skerðing af launum annars aðila í sambúð eða hjónabandi er í fleiri tilvikum minni skellur en af einföldum tekjum. Ég trúi ekki öðru heldur en að allir aðilar í stjórn ÍTR komi til með að samþykkja þessa tillögu, annars þætti mér gaman að þræta gegn þeim rökum sem standa með því að gera það ekki. Svo getur auðvitað velverið að hann Björn Ingi eigni sér þessa tillögu líka og samþykki hana í sínu nafni, þá er samt góðri tillögu komið í gegn.

 

Úff ég get alveg nöldrað og tuðað meira um þetta, en í staðinn fyrir að gera miklu meira af því þá settist ég niður og ritaði stjórn ÍTR erindi og tillögur þess efnis um að Frístundaheimili ÍTR skuli vera opin alla þá daga á starfstíma grunnskólanna, sem ekki er frídagur samkv. Almanaki eða eða lögum. Lagði einnig til að nú eftir vetrarfríið verði gerð létt könnun á því hvernig foreldrar nýttu tímann, hve margir tóku sér frí frá vinnu, hvort foreldrar skiptu með sér þessum dögum o.s.frv. skipt eftir sambúðarformi og hvort feður eða mæður eru svo líklegri til að taka sér frí frá vinnu.

 

Sumt af því skýrir sig mjög auðveldlega, annað er af hreinni forvitni og alltaf gaman að sjá áhugaverðar kannanir og niðurstöður þeirra.

 

Reyndar á ég inni hjá ÍTR fleiri erindi og furðulegt hvernig sumt af því virðist ætla að visna þar. – Læt ykkur vita seinna hvernig þau erindi fara.

 

Kveðja

Mundi


Fréttir úr Breiðholtinu.

 

Svona í framhaldinu varðandi innleggið mitt um Gullnámuna í Álfabakkanum, þá skyldist mér að hægt sé að rita undir undirskriftarlista til að mótmæla opnum spilasalar í mjóddinni. Listinn liggur fyrir í blómabúiðinni í Mjódd.

 

Jæja það er nú ekki svo margt annað né mikið að frétta frá mér. Upptekinn flesta daga og orðið bannað að hringja í mig eftir klukkan 21:30 á kvöldin, þá er ég oftast sofnaður. Ekkert sinnt vinum mínum og vinkonum þessa vikuna, né fjölskyldunni, alltaf á leiðinni að hringja, kíkja við, láta heyra í mér og hoppa í mat. En það virðist alltaf enda þannig að ég fresta því um smá stund og svo aðeins lengur og þá það næsta sem ég veit er að ég hef ekki heyrt í neinum í nokkra daga og sumum í nokkrar vikur og enn aðra nokkra mánuði. Og alltaf er ég á leiðinni að fara bæta úr því, en jafnoft dregst það og tefst.

 

Almar fór með mömmu sinni og frænkum upp í sumarbústað seinustu helgi, vann á laugardeginum og slappaði svo af á sunnudeginum þar til Almar kom aftur í bæinn.

Var svona “Hell of a night – Why am I alone” Notalegt enn nenni því ekki.

Ýmislegt sem ég gæti haldið áfram að rabba um, en hvar á maður að byrja og hvar á maður að enda? Gæti sagt nóg um þau prófkjör sem nú eru í gangi, en nenni því ekki í þetta skiptið, læt það duga að upplýsa ykkur um tilgangslega punkta og dagsdaglegar hugsanir mínar um lítilsverða hluti. Annars snýst þetta ekki um annað en að upplýsa ykkur um “lot of useless information”.


So I think I can dance??? Ég allvegna óska þess....

Úff, skulum kannski orða það þannig að “ I wish I could dance!” Sko stundum eða oft þegar ég er í glasi held ég að ég geti dansað, ég allavegna dansa, dansa mikið. Hef svosum engar áhyggjur af því hvort einhver sjái til mín eða ekki, ég skemmti mér svo vel. 

En já, ég var að horfa á Sirkus TV áðan og á þáttinn, So you think you can dance? , eins og áður þá dauðlangar mig bara að dansa eins og þau. Dauðlangar að kunna dansa eins og þau, er sko samt ekkert að standa upp hérna í stofunni og taka sporin sem þau taka og apa það upp eftir þeim, jafnvel þótt það sjái enginn til mín hérna heima.  Eða hvað kannski geri ég það og vil ekki viðurkenna það.....

            Þetta virkar bara svo skemmtilegt, ég veit alveg að þetta er erfitt líkamlega þótt þau láti það líta vel út og virki auðvelt. Ég sit yfir þessu og öfunda strákana að kunna að dansa og hvað þá að fá að dansa við þessa þokkalega HOT kroppa sem eru þarna, enda kannski ekki skrítið að stúlkunar séu með þessi flottu læri og vel byggðu líkama, þær eru sí-dansandi. Kannski er minn líðan álíka og þegar stóra fólkið horfir á þættina, The biggest looser. Eflaust vilja þau taka þátt, fá aðstoð, kennslu í mataræði, hreyfingu og alla þá hvatningu og móralskan stuðning úr sínu liði.

Ég hef reyndar ekki athugað það, en ég held ég hafi heldur ekki tíma til að fara í danskennslu og sennilega er kostnaðurinn líka þannig að ég tími því ekki og þó, mig vantar bara tíma. Fyrir utan það að finna einhvern til að mæta með sér og læra dansa eða kenna mér. Þannig að í bíli verð ég að láta mér það nægja að dreyma um að kunna að dansa.

 

Mundi.is


Ég hefði nú getað sagt þeim þetta bara.....

Veit ekki hvað þessi rannsókn tók langan tíma, hver margar klukkustundir fóru í það eða hver kostnaðurinn var. Held það hefði samt verið einfaldara að spyrja mig eða annan karlmann hvort sú kenning stæðist.

Sjá frétt:


mbl.is Konur flottari í tauinu og djarfari í klæðaburði við egglos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver vill Gullnámuna í Mjódd, Álfabakka????

Sl. vikur hef ég orðið var við dágóða umræðu vegna þess að til stendur að Gullnáman opni spilasal í Mjódd Álfabakka, óljósara hef ég heyrt hvar, en oftast hefur plássið sem ÁTVR var í verið nefnt sem það pláss sem Gullnáman fær til.

En það hefur engin glaðst yfir þeim fréttum, ég sé engan tilgang og tel plássið betur nýtt sem verslunarpláss eða menningarpláss, það væri jafnvel hugmynd að hluti af sýningum Gerðubergs yrði fært nær fólkinu. Það er ýmislegt annað hægt að gera. Ég býst við að þessum áformum verður mótmælt bráðlega bæði við stjórnendur Gullnámunar sem og eigendum húseignanna að Álfabakka um að halda þesskonar rekstri í fjarlægð frá Mjóddinni.

Ég kem hið minnsta sjálfur til með að mótmæla því skriflega.

Skellti með þessu skoðanakönnun hér til hliðar, endilega látið í ljós ykkar skoðun.

Kveðja

Ingimundur


Svo smurða hliðin á brauðinu lenndi aldrei aftur á gólfinu....

Kari ByronJæja þá hafa vinir mínir í Mythbusters þeir Adam Savage og Jamie Hyneman ásamt aðstoðarskvísunni Kari Byron uppgötvað leið til þess að koma í veg fyrir að spurða hliðin á brauðinu lenndi á gólfinu...

"Galdurinn felst víst í því að smyrja þéttingsfast og hratt svo það myndist lægð í brauðinu sem ver hana gegn rangri lendingu...."

Já þeir eru algjör snilld þessir náungar, þeir ásamt Orange County feðgunum í þáttunum American Chopper .

Já það er ekki hægt að gera annað en að hafa aðgang að Discovery, ef þið hafið séð hvorugan þáttinn þá eruð þið að missa af miklu.

 


mbl.is Leið fundin til varnar því að smurð hlið brauðsneiðar lendi á gólfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti dagurinn á nýjum vinnustað.

Jæja í dag var fyrsti vinnudagurinn minn á nýjum vinnustað og bíð ég bara eftir að leggjast upp í rúm og sofna bráðlega. Ég var búinn að steingleyma hvernig er að byrja á vinnustað þar sem maður þekkir engan og lítið til, fyrsti dagurinn auðvitað sá furðulegasti, seinni dagurinn alltaf betri, tekur mann og sérstaklega mig með mitt Gullfiskaminni  að muna nöfn á þeim öllum sem mér hefur verið kynnt fyrir....

 


Auddi "TEKUR" Höllu...

Ætla að hrósa frænda með góðan þátt og óska honum jafnframt til hamingju með nýju þættina "TEKINN" þar sem hann leggur fólk sem tilheyrir þeim fjölmenna hópi að vera "þekkt" á litla íslandi og hrekkir það með skemmtilegum hætti. 

Höllu var augljóslega brugðið. Og greinilega orðið frekar ill í lokin. En hvað ef þetta hefði nú verið alvöru atvik, þarna sáum við planað atvik, en hvað með raunveruleikann. Þetta leit nú ansi augljóst út fyrir afgreiðslumanneskjunni, þarna var um þjófnað að ræða. Tala af sér he he sem betur fer slapp hún.  Þetta var allt saman mjög skemmtilegt og góð augnablik þar sem ég gat vel hlegið, og ekki batnaði það með hvað Halla átti erfitt með að segja " Ég var tekin".... he he

Ég er reyndar á þeim nótunum að vilja ganga alltaf aðeins lengra, ég hefði viljað sjá þetta ganga enn lengra, Halla annaðhvort æst upp enn meira með tali um að kalla til lögregluna, já eða kalla hana virkilega til.

Hlakka samt mest til að sjá hrekkinn þar sem Bubbi Morthens er "TEKINN"

En svo megum við nú heldur ekki gleyma því hvernig hann var sjálfur tekinn í kastljósinu sl. föstudag. http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301616/1 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mundi.is - Ingimundur Sveinn Pétursson

Höfundur

Ingimundur Sveinn Pétursson
Ingimundur Sveinn Pétursson

Spurt er

Áttu stjórnvöld að skipta sér af komu framleiðenda og leikara erótískra mynda?

Síður

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Danssýning
  • Danssýning
  • Danssýning
  • Danskennsla
  • hm2007

Fólk

Ýmist nöldur og tuð eða sjóðheitar helgarsögur....

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband