6.11.2006 | 02:00
Vetrarfrí og frístund. Neyddur í launalaust frí!
Jæja nokkuð síðan ég sagði nokkur orð seinast. En nú get ég víst gefið mér tíma þar sem vetrarfrí hefur verið í skólanum hjá syni mínum og ég þar af leiðandi þröngvaður í launalaust frí. Ekki það að ég geti ekki nýtt tímann með syni mínum eða njóti þess ekki, þó svo að aðra daga vilji ég glaður eiga mun meiri tíma með honum. Kvöldin eftir vinnu frá sex til hálf níu nýtist okkur verulega illa enda margt sem þarf að gerast á þeim stutta tíma.
Það er samt allaf ENN , ef við lítum á það öðruvísi þá hefði ég viljað hafa valmöguleika þarna á að geta skráð hann í Frístund þessa daga. Af 22 virkum dögum í nóvembermánuði þá skerðir þriggja daga vetrarfrí grunnlaunin um 14% í nóvember. Og fyrir mig einan þá er það veruleg skerðing fyrir mig. Ég veit það líka að ég er ekki eina foreldrið sem stend í þessum sporum, sumir bjargast með eldri börnum sem geta gætt yngri systkyna sinna, aðrir foreldrar geta skipst á að taka sér frí, sumir foreldrar eru heimavinnandi, og 14% skerðing af launum annars aðila í sambúð eða hjónabandi er í fleiri tilvikum minni skellur en af einföldum tekjum. Ég trúi ekki öðru heldur en að allir aðilar í stjórn ÍTR komi til með að samþykkja þessa tillögu, annars þætti mér gaman að þræta gegn þeim rökum sem standa með því að gera það ekki. Svo getur auðvitað velverið að hann Björn Ingi eigni sér þessa tillögu líka og samþykki hana í sínu nafni, þá er samt góðri tillögu komið í gegn.
Úff ég get alveg nöldrað og tuðað meira um þetta, en í staðinn fyrir að gera miklu meira af því þá settist ég niður og ritaði stjórn ÍTR erindi og tillögur þess efnis um að Frístundaheimili ÍTR skuli vera opin alla þá daga á starfstíma grunnskólanna, sem ekki er frídagur samkv. Almanaki eða eða lögum. Lagði einnig til að nú eftir vetrarfríið verði gerð létt könnun á því hvernig foreldrar nýttu tímann, hve margir tóku sér frí frá vinnu, hvort foreldrar skiptu með sér þessum dögum o.s.frv. skipt eftir sambúðarformi og hvort feður eða mæður eru svo líklegri til að taka sér frí frá vinnu.
Sumt af því skýrir sig mjög auðveldlega, annað er af hreinni forvitni og alltaf gaman að sjá áhugaverðar kannanir og niðurstöður þeirra.
Reyndar á ég inni hjá ÍTR fleiri erindi og furðulegt hvernig sumt af því virðist ætla að visna þar. Læt ykkur vita seinna hvernig þau erindi fara.
Kveðja
Mundi
Athugasemdir
Hehehe þú ert svoddans snillingur :)
Hafrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.