Fréttir úr Breiðholtinu.

 

Svona í framhaldinu varðandi innleggið mitt um Gullnámuna í Álfabakkanum, þá skyldist mér að hægt sé að rita undir undirskriftarlista til að mótmæla opnum spilasalar í mjóddinni. Listinn liggur fyrir í blómabúiðinni í Mjódd.

 

Jæja það er nú ekki svo margt annað né mikið að frétta frá mér. Upptekinn flesta daga og orðið bannað að hringja í mig eftir klukkan 21:30 á kvöldin, þá er ég oftast sofnaður. Ekkert sinnt vinum mínum og vinkonum þessa vikuna, né fjölskyldunni, alltaf á leiðinni að hringja, kíkja við, láta heyra í mér og hoppa í mat. En það virðist alltaf enda þannig að ég fresta því um smá stund og svo aðeins lengur og þá það næsta sem ég veit er að ég hef ekki heyrt í neinum í nokkra daga og sumum í nokkrar vikur og enn aðra nokkra mánuði. Og alltaf er ég á leiðinni að fara bæta úr því, en jafnoft dregst það og tefst.

 

Almar fór með mömmu sinni og frænkum upp í sumarbústað seinustu helgi, vann á laugardeginum og slappaði svo af á sunnudeginum þar til Almar kom aftur í bæinn.

Var svona “Hell of a night – Why am I alone” Notalegt enn nenni því ekki.

Ýmislegt sem ég gæti haldið áfram að rabba um, en hvar á maður að byrja og hvar á maður að enda? Gæti sagt nóg um þau prófkjör sem nú eru í gangi, en nenni því ekki í þetta skiptið, læt það duga að upplýsa ykkur um tilgangslega punkta og dagsdaglegar hugsanir mínar um lítilsverða hluti. Annars snýst þetta ekki um annað en að upplýsa ykkur um “lot of useless information”.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mundi.is - Ingimundur Sveinn Pétursson

Höfundur

Ingimundur Sveinn Pétursson
Ingimundur Sveinn Pétursson

Spurt er

Áttu stjórnvöld að skipta sér af komu framleiðenda og leikara erótískra mynda?

Síður

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Danssýning
  • Danssýning
  • Danssýning
  • Danskennsla
  • hm2007

Fólk

Ýmist nöldur og tuð eða sjóðheitar helgarsögur....

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband