So I think I can dance??? Ég allvegna óska þess....

Úff, skulum kannski orða það þannig að “ I wish I could dance!” Sko stundum eða oft þegar ég er í glasi held ég að ég geti dansað, ég allavegna dansa, dansa mikið. Hef svosum engar áhyggjur af því hvort einhver sjái til mín eða ekki, ég skemmti mér svo vel. 

En já, ég var að horfa á Sirkus TV áðan og á þáttinn, So you think you can dance? , eins og áður þá dauðlangar mig bara að dansa eins og þau. Dauðlangar að kunna dansa eins og þau, er sko samt ekkert að standa upp hérna í stofunni og taka sporin sem þau taka og apa það upp eftir þeim, jafnvel þótt það sjái enginn til mín hérna heima.  Eða hvað kannski geri ég það og vil ekki viðurkenna það.....

            Þetta virkar bara svo skemmtilegt, ég veit alveg að þetta er erfitt líkamlega þótt þau láti það líta vel út og virki auðvelt. Ég sit yfir þessu og öfunda strákana að kunna að dansa og hvað þá að fá að dansa við þessa þokkalega HOT kroppa sem eru þarna, enda kannski ekki skrítið að stúlkunar séu með þessi flottu læri og vel byggðu líkama, þær eru sí-dansandi. Kannski er minn líðan álíka og þegar stóra fólkið horfir á þættina, The biggest looser. Eflaust vilja þau taka þátt, fá aðstoð, kennslu í mataræði, hreyfingu og alla þá hvatningu og móralskan stuðning úr sínu liði.

Ég hef reyndar ekki athugað það, en ég held ég hafi heldur ekki tíma til að fara í danskennslu og sennilega er kostnaðurinn líka þannig að ég tími því ekki og þó, mig vantar bara tíma. Fyrir utan það að finna einhvern til að mæta með sér og læra dansa eða kenna mér. Þannig að í bíli verð ég að láta mér það nægja að dreyma um að kunna að dansa.

 

Mundi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahaha...LOL..sé þig alveg fyrir mér í stofunni að dansa ;D LOL..hehe væri það fyndið, ég myndi hlægja mig máttlausa!! hhehe...
bara svona að láta þig vita að þú átt enþá böggandi systir...hehehe...gott á þig..
Kolla bestast sysir í öllum heiminum !! finnur ekki betri

Kolla hin besta (IP-tala skráð) 15.10.2006 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mundi.is - Ingimundur Sveinn Pétursson

Höfundur

Ingimundur Sveinn Pétursson
Ingimundur Sveinn Pétursson

Spurt er

Áttu stjórnvöld að skipta sér af komu framleiðenda og leikara erótískra mynda?

Síður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Danssýning
  • Danssýning
  • Danssýning
  • Danskennsla
  • hm2007

Fólk

Ýmist nöldur og tuð eða sjóðheitar helgarsögur....

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband