9.10.2006 | 12:42
Skattalækkun á matvöru, en hver tekur svo til sín sparnaðinn??
Frábært framtak eða óumflýjanleg gjörningur að kröfu heimila og kjósenda?
Jæja nú finnum við öll fyrir þvi að það fer að styttast í þingkosningar næsta vor. Það eru allir farnir að smjaðra, Jón Sigurðsson segir ekkert ákveðið varðandi frekari virkjanir, Pétur Blöndal hefur þagað sl. vikur. Ingibjörg Sólrún sýnir tennurnar og Steingrímur J. ekki eins orðhvass.
Ríkisstjórnin lækkar matarskattinn 1. Mars nokkrum vikum fyrir kosningar, fyrstu vikurnar sem við komum til með að finna smávægilega fyrir lækkun matarverðs. Á meðan kosningarnar sjálfar fara fram er kvöldmaturinn okkar ódýrari en í dag. En hvað svo? Má ekki búast við kapphlaupi stórmarkaðanna og bankanna sem slást um að taka þær auka ráðstöfunartekjur sem við fáum, annaðhvort með álagningu eða færslu og þóknunargjöldum í bankanum. Ég veðja á annaðhvort.
Ég allavegna bíð spenntur eftir því að sjá muninn og hvað hann varir lengi. Hvað komið þið til með að spara lengi? Ætli ég kaupi á meðan ekki betri matvöru, sleppi Bónus/Krónu-brauði, Bónus/Krónu kjötfarsi og útþynntri skinku.
Verði ykkur að góðu..
Kveðja
Ingimundur
![]() |
Virðisaukaskattur og tollar af matvælum lækka 1. mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Um bloggið
Mundi.is - Ingimundur Sveinn Pétursson
Spurt er
Síður
Myndaalbúm
Fólk
Ýmist nöldur og tuð eða sjóðheitar helgarsögur....
Af mbl.is
Innlent
- Svara orðrómi um oddvitaframboð
- Grenið í Jórukletti útnefnt Tré ársins
- Þau fengu mest greitt frá ráðuneytinu og stofnunum
- Ekkert sem styðji staðhæfingar um tugþúsund milljarða ávinning
- Íbúum fjölgar hraðar en spár gerðu ráð fyrir
- Inga: Algerlega ótækt
- Lítil kennsla og starfsmannavelta mikil
- Hiti á þingi: Kalla það geðveiki, brjálæðislegt
Erlent
- Hvaða dómsmál eru í gangi gegn Ísrael?
- Sífellt meira gas frá Rússlandi til Evrópu
- Leggja fram sönnunargögn um að Brigitte sé kona
- Vill skilgreina Antifa sem hryðjuverkasamtök
- Ég var bara drepin svo snemma
- Maður látinn og kona særð eftir skotárás í almenningsgarði í Lundúnum
- Beinafundur leiðir til ákæru
- Jimmy Kimmel tekinn af dagskrá
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.