Framboð og frambjóðendur.

Það er nóg um að vera í prófkjörum allra flokka um þessar mundir og erfitt að ætla ræða það eitthvað sérstaklega eða kynna sér frambjóðendur í hverju prófkjöri fyrir sig. Þó það væri gaman að hafa tíma til að skoða hvern frambjóðenda fyrir sig, hver manneskjan er og hvort viðkomandi hafi eigi erindi fyrir mína hönd inná þing.

Eitt er þó nokkuð ljóst að þeir sem berjast af áhuga og hugsjónum einum saman munu sennilega ekki komast inn á þing, það sem til þarf er fjársterka einstaklinga, stjörnuframbjóðendur, góðvinir eða ættingjar innan forystunnar til að hylla manni og eða vera í forystu innan ungliðahreyfinga flokkanna og halda þar utanum góðan vinahóp og gæta þess einungis æskilegt fólk taki þátt.

Ég stórlega efast um það að meðal þeirra frambjóðenda sem hafa skilað sér eða koma til með að skila sér sé í prófkjörið sé hinn almenni borgari. Sem ekki hafi ítök eða fjölmennan hóp stuðningsmanna innan flokksins, láti þeir sig hinsvegar hafa það að reyna á það að taka þátt verður þeim auðveldlega bolað í burtu eða í sæti þar sem þeim er ekki tryggð nein þáttaka. Allir flokkarnir ætla að nýta sér rétt til færslu fólks á lista, rétt til breytinga sem og hyllinga á ákveðnum kunningjum.

Jafnræði og jafnrétti á ekki allsstaðar við, ekki innan flokkanna, þar eiga aðilar sín sæti, forystan deilir ávallt með sér efstu sætunum, og færír sínum velviljuðu vinum auka sæti, þar á fólk sitt pláss og sín málefni sem fæstum er heimilt að snerta á. Það er víst fátt annað fyrir mig en að bölva þessu eins og er og bíða og sjá hvað setur, hverjir koma til með að bjóða sig framm og hverjir eru vinveittir forystunni.

Sjáum svo til hvað verður, ég kem eftilvill með að geta bent á nokkrum dæmi næstu daga og vikur.

Ingimundur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mundi.is - Ingimundur Sveinn Pétursson

Höfundur

Ingimundur Sveinn Pétursson
Ingimundur Sveinn Pétursson

Spurt er

Áttu stjórnvöld að skipta sér af komu framleiðenda og leikara erótískra mynda?

Síður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Danssýning
  • Danssýning
  • Danssýning
  • Danskennsla
  • hm2007

Fólk

Ýmist nöldur og tuð eða sjóðheitar helgarsögur....

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband