8.10.2006 | 01:10
Þá byrjar það.
Opnaði bloggplássið hér í ágúst síðastliðinum. Búinn að vera að leita og prufa hinn óendanlega fjölda vefsíðna sem bjóða uppá "blogg". Ekkert þeirra er fullkomið, eða nákvæmlega eins og ég vil hafa það. Vonandi ég sættist á þetta næstu misseri, mánuði eða lengur.
En hvað kom þá til að ég blogga núna og að ég færði mig hingað?
Jú, ég varð einhvernveginn að fagna. Fagna því þegar Dagný Jónsdóttir http://www.xb.is/dagny/ ætlar ekki aftur á þing. Það situr enn í mér og ég man það vel þegar hún kom fram í fréttum og sagðist fylgja sínu liði og það var bara nokkrum dögum áður sem hún sagðist fylgja sinni sannfæringu. Fyrir ykkur sem ekki muna þetta þá snérist það um fjárveitingu til Háskólans, annars var þetta árið 2003 og því lengra liðið en því sem nær 6 vikna skammtímaminni íslendinga.
Úff þá kom ég því frá mér. En hér verð ég semsagt næstu vikur og vonandi lengur en ég hef tollað annarsstaðar, kem til með að færa eldri færslur inn næstu daga og næstu vikur.
Kveðja
Mundi
Um bloggið
Mundi.is - Ingimundur Sveinn Pétursson
Spurt er
Síður
Myndaalbúm
Fólk
Ýmist nöldur og tuð eða sjóðheitar helgarsögur....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.