5.4.2007 | 02:06
Hafnarfjarðarvika
Þá er kosningum í Hafnarfirði lokið. Niðurstaðan ljós, en hvað verður er óljóst. Ég að vísu spái því að þó svo að 88 fleiri aðilar hafi kosið gegn framlögðu deiliskipulagi þá eru ekki margar vikur í nýtt deiliskipulag sem eflaust verður ekki lagt í íbúakosningu heldur samþykkt þá af bæjarstjórninni.
Samt eru enn nokkrar vangaveltur sem ég hef velt fyrir mér. Andstæðingar þessa deiliskipulags lögðu fram nokkur atriði sem ástæðu fyrir andstöðu deiliskipulagsins. Eitt af því stendur í mér ennþá, það er að hamrað var á því að 30% áls fer í umbúðir, en sögðu að við ættum að framleiða innihald, ekki umbúðir.
Er álið ekki endurvinnanlegt? Fátt ef nokkuð eins endurnýtanlegt og álið.
Önnur ástæða þess að umhverfissinnarnir hefðu átt að styðja stækkun álversins er sú að Álverið í Straumsvík mengar rúmlega tólf sinnum minna en önnur álveg í heiminum. Það getur verið okkar framlag að sýna heiminum að hægt er að framleiða ál með afskaplega lítilli mengun, vera framarlega í þeirri umhverfisvernd og hvetja þjóðir heims til að setja öðrum álverum og mengunarvöldum álíka skilyrði um mengunarvarnir og við gerum.
En nóg um Álverið, en áfram um Hafnarfjörð....
Aðstoðaði vinkonu mína að flytja í Hafnarfjörðinn á laugardaginn.... Hún keypti sér íbúð í Vallarhverfinu. Þvílík hringavitleysa í bókstaflegri merkingu, það var hringtorg eftir hringtorg ( varð næstum sjóveikur ) og eflaust ljótasti gatnagerðarfrágangur sem ég hef nokkur tíman séð í nýlegu hverfi. Þar sem maður er vanur að sjá grænt gras, tré og blóm var skreytt með grjóti, hrauni og svartri möl. Það líflegasta sem maður sá var gamangróin mosi. Sorry Hafrún, en umhverfið í kringum hverfið þitt var bara hörmung! Ekki bætti úr skák að heilt iðnaðarhvefi skyggði ekki aðeins útsýnið útá haf, heldur skyggði það líka á hið stórglæsilega Álver sem stendur í Straumsvíkinni.... Eða hvað? Annars var íbúðin bara stórglæsileg og ég veit að fjölskyldan á án efa eftir að lífga aðeins uppá hverfið. %uF04A
Um bloggið
Mundi.is - Ingimundur Sveinn Pétursson
Spurt er
Síður
Myndaalbúm
Fólk
Ýmist nöldur og tuð eða sjóðheitar helgarsögur....
Af mbl.is
Erlent
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.