22.2.2007 | 21:17
Íslensk hræsni!!!
Ég á ekki til orð yfir hræsnaraskap íslendinga... Ekki allra íslendinga, heldur án efa minnihlutans, þ.e.a.s. mikils minnihluta. Að mómæla komu framleiðeinda og leikara í erótískum, ljósbláum og bláum kvikmyndum og að lokum banna þeim að gista á Hótel Sögu!!
Ég get bara ekki annað en kallað fólkið í borgarstjórn HRÆSNARA sem og þá þingflokka sem mótmæltu komu þeirra, voru það ekki örugglega allir? Skipta mannréttindi, athafnafrelsi og skoðanafrelsi engu máli þessa vikuna? Er því bara fleygt útum gluggan vegna þess að einhverju pjattrófum er ofboðið?
Þetta er nú ekki þannig að þetta sé alveg að fara með mig andlega núna að þessi hópur komi ekki til landsins, heldur er það framkoman, hroki, dónaskapur sem og fordómar gagnvart því fólki sem um ræðir, en bakvið tjöldin þá eiga þessir íslensku hræsnarar eitthvað sameiginlegt með þessum framleiðendum og leikurum. Nema hvað að þau taka það ekki upp og selja öðrum aðgang til að horfa á athöfnina. Einhversstaðar hljóta hjálpartækamet íslendinga að vera grafið, trúi því ekki að hin gríðarlega titraraeign íslenskra kvenna sé tilkomin vegna örfárra kvenna sem safni þeim í þúsunda tali.
Í gær hló ég nú bara af vitleysisgangi þeirra sem mótmæltu og gerðu mál úr komu þeirra hingað til lands, fannst þetta hin mesta skemmtun. Svo sá ég í dag að Hótel Saga hefði látið undan þrýstingi þeirra hræsnara sem kvöddu sér hljóðs sl. daga og neitað hópnum um gistingu á sínu bændahóteli. Þá gerðist bara eitthvað, mér varð ofboðið, hvurslags eiginlega sandkassaleikur þetta væri orðið. Þið eruð HRÆSNARAR!
Held ég fengi nú að heyra það ef ég ræki Hótel og myndi neita svörtum gyðingi um gistingu, vegna þess að mér líkaði ekki hans skoðun og hans hegðun...... Býst við að Hótel Saga setji sér nú svartan lista yfir þá aðila sem fá ekki að gista á þeirra hóteli í framtíðinni.... Hvar gisti Ron Jeremy þegar hann kom?
Þarna er enn eitt dæmið og ein af ástæðum þess að ég get EKKI veitt feministum allan minn stuðning, stundum ganga þær bara of langt, snúa útúr hlutum og það versta sem mér finnst þegar þær láta tilfinningar stjórna, þegar þær eiga að láta skynsemina stjórna.
Skil ekki afhverju ég hef ekki heyrt í neinum taka sömu afstöðu og ég í fjölmiðlum, þorir því engin? Samt verð ég ekki var við annað í kringum mig en að fólki hafi verið alveg saman um komu þessa hóps, og er meira en lítið hneykslað í dag yfir framgöngu þeirra sem voru á móti og hvað þá hótelsins!
Þetta er mín orðsending varðandi málefni þessa dags.... Hræsnarar!
Kveðja´
Mundi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Mundi.is - Ingimundur Sveinn Pétursson
Spurt er
Síður
Myndaalbúm
Fólk
Ýmist nöldur og tuð eða sjóðheitar helgarsögur....
Athugasemdir
Gat því miður ekki látið athugasemd Katrínar Önnu standa, þar sem um einungis voru rangfærslur komið fram og snúið úr sannleikanum. Sorry!
Ingimundur Sveinn Pétursson, 25.2.2007 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.