Janúarmánuður það sem af er..... Er til rétt útgáfa af barni?

Jæja þá loksins gefst mér tækifæri til að setjast niður og skrifa meir en örfáar setningar.

 

Janúar mánuður er búinn að vera mjög strembinn, ja eða réttara sagt lengi að líða og er enn að líða. Almar var laggður inn á BUGL, er á dags”status”, mætir á morgnanna og fer heim á kvöldin. Málið er að samkvæmt greiningu sem unnin var í skólanum gegnum þjónustumiðstöðina, þá var það mikill munur á þeim gögnum sem kennarinn skilaði af sér og mér að ekki var unt að komast að niðurstöðu. Samkvæmt því sem ég fyllti út er um athyglisbrest að ræða en samkvæmt því sem kennarinn fyllir út var hann með athyglisbrest, ofvirkni, á einhverfurófi o.fl.

 

Hann er nú búinn að vera á BUGL í rúmar 3 vikur, og er verið að prufa lyfið Abilify á honum og athuga hvort hann haldi betur athygli þannig. Það er komin “nokkurskonar” greining um athyglisbrest og sé ég smá mun á honum á þessum lyfjum en engan afgerandi mun samt sem áður. Eins og hann var fannst mér hann fullkominn, eða rétt eins og börn eiga að vera, þó virðist vera til einhver réttari “staðall” um það hvernig börn skulu vera. . . Ég er ekki að mótmæla, en þetta hefur orðið til þess að ég hef mikið velt því fyrir mér, hver réttur stuðull sé á barni? Bráðlát, ör og aktív börn, fiktin, tilraunargjörn og uppátækjasöm þykir víst ekki vera innan rétt “staðals” á því hvernig börn skulu vera.

 

Almar hefur tekið uppá ýmsu í gegnum tíðina, mjög mörgum uppátækjum, hvort tveggja óæskilegum, en þó ekki endilega óeðlilegum miðað við að þarna er barn á ferð. Það eru þrenn atvik sem mér þykir alvarleg og varða þau eldspítur og hættulegar tilraunir. Aðrar mjög óæskilegar, en samt sem áður nokkuð sem ég get glott yfir og jafnvel hlegið yfir.

 

Seinasta uppátæki hans var í senn óæskilegt,  hættulegt en samt sem áður fyndið atvik (eftirá). Það var þannig að hann setti vasareikni í örbylgjuofninn í skólastofunni sinni, stillti á MAX og setti í gang!   Ha ha, sorry sé þetta svolítið fyrir mér gerast!

 

Þetta var óæskilegt, jafnvel hættulegt ( þ.e.a.s. að eldhætta getur skapast af þeim eiturgufum sem koma frá plasthlutum reiknitölvunar og við ákveðin mörk blandað súrefni getur það orðið eldfimt, nokkuð sem þó 7 ára barn áttar sig ekki á, þó mörg svo mörg láti sér ekki detta í hug að setja vasareikni í örbylgju) já hvort tveggja óæskilegt, hættulegt en ég get hlegið að þessu í dag, og hló reyndar líka daginn sem þetta gerðist og skólastjórinn hringdi í mig og bað mig um að koma á fund og sækja Almar í skólann.

 

Ræddi þetta svo við Almar þegar við vorum komnir heim. Hann var alveg miður sín, því að honum brá rosalega, sagði mér með leiðum tóni að hann hafi ekki vitað að það kæmi svona vond lykt, blossar og reykur.....  Æi hann var svo alvarlegur þegar hann var að lýsa því hvernig hann gerði þetta og hvað honum brá yfir reiknum og lyktinni.

 

Ég vil eiga uppátækjasamt barn!  En auðvitað vil ég ekki að hann fari sér né öðrum að voða í þeim efnum. Skulum sjá til hvort lyfin hjálpi honum ekki að gæta þes að gera “réttu” uppátækin. Reyndar stefni ég svo að því að taka hann af lyfjunum í sumar um leið og skólanum lýkur, en þangað til hef ég hann á lyfjunum ef læknirinn leggur svo til. Þá má vona að hann verði mun “Kennara” vænn nemandi. Sitji kyrr og dæli inn og út þeim upplýsingum sem kennarinn þarf að koma til skila.

 

Reyndar hefur hann aldrei verið til trafalla, svo ég þekki til. Hann er bara hugmyndaríkur og tilraunagjarn, áhugasamur og vill reyna finna svör..... Já og prufa.

Æi, ég sjálfur er kannski í smá mótþróa, hef reyndar sagt það við alla aðila sem koma að máli, því ég hef oft dregið úr því hvernig hann er vegna þess að “Mér” finnst það eðlilegt, þó mér þykir ýmislegt óæskilegt, þá er ekki endilega þar með sagt að það sé óeðlilegt af nýorðnu 7 ára barni. Reyndar er eldur, það eina sem ég hef sett fyrir mig varðandi þetta hegðunarmynstur, reyndar eru 3 ár síðan önnur atvik áttu sér stað, þá í kringum 4 ára aldur, en svo var annað nýlegra, en þar hafði hann þó það hugvit að vera í vaskinum og hugsa fyrir því að geta skrúfað frá krananum á eldinn...Verð að gefa honum smá Kredit fyrir því..  Óæskilegt, með öllu. En hversu óeðlilegt var þetta? Og eru virkilega til lyf sem gera honum kleift að greina þar á milli? Nei nú er ég kominn í hringi, ég er sennilega bara hlynntari atferlismeðferð en lyfjum. Líka að angra mig frásögn kennarans á Almari, ekki beint hvað hún sagði, heldur hvernig hún hefur lýst Draumabarninu mínu....

 

Nei nú verð ég að hætta, annars hætti ég aldrei....Held kannski áfram seinna, held lengri ræðu þegar hann útskrifast frá BUGL.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mundi.is - Ingimundur Sveinn Pétursson

Höfundur

Ingimundur Sveinn Pétursson
Ingimundur Sveinn Pétursson

Spurt er

Áttu stjórnvöld að skipta sér af komu framleiðenda og leikara erótískra mynda?

Síður

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Danssýning
  • Danssýning
  • Danssýning
  • Danskennsla
  • hm2007

Fólk

Ýmist nöldur og tuð eða sjóðheitar helgarsögur....

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband