Færsluflokkur: Sjónvarp
9.10.2006 | 23:02
Auddi "TEKUR" Höllu...
Ætla að hrósa frænda með góðan þátt og óska honum jafnframt til hamingju með nýju þættina "TEKINN" þar sem hann leggur fólk sem tilheyrir þeim fjölmenna hópi að vera "þekkt" á litla íslandi og hrekkir það með skemmtilegum hætti.
Höllu var augljóslega brugðið. Og greinilega orðið frekar ill í lokin. En hvað ef þetta hefði nú verið alvöru atvik, þarna sáum við planað atvik, en hvað með raunveruleikann. Þetta leit nú ansi augljóst út fyrir afgreiðslumanneskjunni, þarna var um þjófnað að ræða. he he sem betur fer slapp hún. Þetta var allt saman mjög skemmtilegt og góð augnablik þar sem ég gat vel hlegið, og ekki batnaði það með hvað Halla átti erfitt með að segja " Ég var tekin".... he he
Ég er reyndar á þeim nótunum að vilja ganga alltaf aðeins lengra, ég hefði viljað sjá þetta ganga enn lengra, Halla annaðhvort æst upp enn meira með tali um að kalla til lögregluna, já eða kalla hana virkilega til.
Hlakka samt mest til að sjá hrekkinn þar sem Bubbi Morthens er "TEKINN"
En svo megum við nú heldur ekki gleyma því hvernig hann var sjálfur tekinn í kastljósinu sl. föstudag. http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301616/1
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Mundi.is - Ingimundur Sveinn Pétursson
Spurt er
Síður
Myndaalbúm
Fólk
Ýmist nöldur og tuð eða sjóðheitar helgarsögur....