Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Íslensk hræsni!!!

Ég á ekki til orð yfir hræsnaraskap íslendinga... Ekki allra íslendinga, heldur án efa minnihlutans, þ.e.a.s. mikils minnihluta. Að mómæla komu framleiðeinda og leikara í erótískum, ljósbláum og bláum kvikmyndum og að lokum banna þeim að gista á Hótel Sögu!!

 

Ég get bara ekki annað en kallað fólkið í borgarstjórn HRÆSNARA sem og þá þingflokka sem mótmæltu komu þeirra, voru það ekki örugglega allir?  Skipta mannréttindi, athafnafrelsi og skoðanafrelsi engu máli þessa vikuna? Er því bara fleygt útum gluggan vegna þess að einhverju pjattrófum er ofboðið?

 

Þetta er nú ekki þannig að þetta sé alveg að fara með mig andlega núna að þessi hópur komi ekki til landsins, heldur er það framkoman, hroki, dónaskapur sem og fordómar gagnvart því fólki sem um ræðir, en bakvið tjöldin þá eiga þessir íslensku hræsnarar eitthvað sameiginlegt með þessum framleiðendum og leikurum. Nema hvað að þau taka það ekki upp og selja öðrum aðgang til að horfa á athöfnina. Einhversstaðar hljóta hjálpartækamet íslendinga að vera grafið, trúi því ekki að hin gríðarlega titraraeign íslenskra kvenna sé tilkomin vegna örfárra kvenna sem safni þeim í þúsunda tali.

 

Í gær hló ég nú bara af vitleysisgangi þeirra sem mótmæltu og gerðu mál úr komu þeirra hingað til lands, fannst þetta hin mesta skemmtun. Svo sá ég í dag að Hótel Saga hefði látið undan þrýstingi þeirra hræsnara sem kvöddu sér hljóðs sl. daga og neitað hópnum um gistingu á sínu bændahóteli. Þá gerðist bara eitthvað, mér varð ofboðið, hvurslags eiginlega sandkassaleikur þetta væri orðið. Þið eruð HRÆSNARAR!

 

Held ég fengi nú að heyra það ef ég ræki Hótel og myndi neita svörtum gyðingi um gistingu, vegna þess að mér líkaði ekki hans skoðun og hans hegðun...... Býst við að Hótel Saga setji sér nú svartan lista yfir þá aðila sem fá ekki að gista á þeirra hóteli í framtíðinni....  Hvar gisti Ron Jeremy þegar hann kom?

 

Þarna er enn eitt dæmið og ein af ástæðum þess að ég get EKKI veitt feministum allan minn stuðning, stundum ganga þær bara of langt, snúa útúr hlutum og það versta sem mér finnst þegar þær láta “tilfinningar” stjórna, þegar þær eiga að láta “skynsemina” stjórna.

 

Skil ekki afhverju ég hef ekki heyrt í neinum taka sömu afstöðu og ég í fjölmiðlum, þorir því engin? Samt verð ég ekki var við annað í kringum mig en að fólki hafi verið alveg saman um komu þessa hóps, og er meira en lítið hneykslað í dag yfir framgöngu þeirra sem voru á móti og hvað þá hótelsins!

 

Þetta er mín orðsending varðandi málefni þessa dags....  Hræsnarar!

 

Kveðja´

 

Mundi


Feðradagur, fjölskylduform nútímans.

Jæja feður til hamingju með daginn. Fyrsti opinberi feðradagurinn, 62 árum á eftir fyrsta mæðradeginum á Íslandi sem var 24. Maí 1934.

 Vigdís FinnbogadóttirJafnrétti snýr nefnilega ekki aðeins að konum og mæðrum, heldur körlum og feðrum líka.

 

 

Fyrir vikið héldu Ábyrgir feður ráðstefnu á Hótel Nordica klukkan 14 í dag. En það var svo ekki fyrr en í hádeginu sem ég vissi af því þegar fjallað var um það í fréttum, fyrir vikið skellti ég mér í sturtu og skelltum við feðgarnir okkur að því loknu á ráðstefnu. Almar fór í gæslu, litaði, föndraði, bjó til bát, hatt og fór í leiki.

 

Ráðstefnan byrjaði á ávarpi Magnúsar Stefánssonar, Félagsmálaráðherra. Gísli Gíslason kom svo með erindi frá Ábyrgum feðrum, Dr. Sigrún Júlíusdóttir kom svo með erindi úr rannsókn sem hún er að vinna úr núna um hagi foreldra og hamingju barna og að lokum hélt Tom Beardshaw erindi um stöðu feðra í Englandi opinbera stöðu þeirra gagnvart yfirvöldum þar sem opinbera kerfi þeirra gerir feðrum erfiðara fyrir að taka jafnan þátt í foreldrahlutverkinu heldur en móður, kom mér mest á óvart að feður fá þar aðeins 2 vikur í barneignafrí, en mæður allt að 12 mánuðum. Hin sjarmerandi, Frú Vigdís Finnbogadóttir, var svo heiðursgestur ráðstefnunnar.

 

Þeir fyrirlestrar sem þarna voru haldnir og innihald þeirra komu eflaust flestum ekki mikið á óvart, en góð áminning fyrir alla sem á þá hlustuðu. Hlutverk feðra er ekki lengur einskorðað við framfærslu heimilis og fjölskyldu, líkt og hlutverk mæðra er heldur ekki einskorðað við uppeldi barna og heimilisstörf. Það er nú hlutverk hvort tveggja mæðra og feðra að framfæra heimili, sinna heimilisskyldum og ala upp börnin í sameiningu hvort sem um hjónaband, sambúð eða skilnað er að ræða.

 

Feður og mæður eru hvort tveggja jafn mikilvæg.

 

Það krefst ekki mikilla jákvæðni að viðurkenna það að mikilvægi feðra og mæðra er það sama. Hlutverk þeirra er það sama, uppeldi krefst þess sama af hvoru fyrir sig, sömu vinnu og sömu umhyggju. En sennilega krefst samfélagið lengri tíma, sem felst í því að  minnka hlutverk mæðra og kvenna í lífi barna og auka hlutverk feðra og karla.

 

Rétt eins og börnin okkar, þá lærðum við það sem fyrir okkur var haft. Sú kynslóð sem nú sinnir foreldrahlutverkinu verður sennilega með seinustu kynslóðunum til að alast upp við kynjaskipt hlutverk foreldra okkar, feður okkar voru fyrirvinnan og mæðurnar ólu okkur upp. Mörg okkar sjá þetta eflaust ekki breytast á einni nóttu, ekki í dag, en vonandi verður samt skref í þá átt á hverju ári, annað skref tekið á næsta ári og eitt skref hvert ár þar á eftir. Í kaffipásunni lennti ég á spjalli við hina sjarmerandi Frú Vigdísi Finnbogadóttur og nefndi ég það að ég teldi jafnræði í uppeldi, heimilisstörfum og framfærslu heimilana taki e.t.v. samfélagið 1-2 kynslóðir, því miður.  Það þarf ekki aðeins hugarfarsbreytingu meðal foreldra, heldur er nauðsynlegt að atvinnurekendur leggi áherslu á fjölskylduvænan vinnutíma, þingmenn og ráðherrar breyti umgjörð fjölskyldunnar á Íslandi. Það þarf breytingar á skattaumhverfi, meðlagi, skattfríðindum, útgjalda o.s.frv. samfélagið þarf að vera fjölskylduvænna, fyrir öll fjölskylduform og eigi verra en svo að einstaklingur á lágmarkslaunum geti framfleytt sér, sínum börnum og eignast sitt eigið húsnæði með breyttu lánakerfi, skattaumhverfi og gjaldfrjálsri þjónustu fyrir börnin.

 

Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra, en hér koma nokkur ummæli af ráðstefnunni sem ég tel að allir ættu að hugleiða og hafa að leiðarljósi.

Mögulega fer ég ekki orðrétt með ummæli viðkomandi, endilega sendið mér leiðréttingar sé þetta rangt hjá mér. 

Varðandi rétt á umgengni og uppeldi barna.

Ábyrgðin og verkefnin snúa að fullorðnum: Ríkisstjórninni og foreldrum. En rétturinn og lausnirnar varða börnin. – Dr. Sigrún Júlíusdóttir.

 

Erum við búin að gleyma því hvernig er að vera barn? Setjum okkur í spor barnanna.

-         Frú, Vigdís Finnbgadóttir, varðandi ágreining foreldra um hagsmuni barna.

 

Tom BeardshawÞað var iðnbyltingin sem festi mæður á heimilum en feður á vinnustöðum. – Tom Beardshaw, frá Fathers Direct í Englandi. Þessi ummæli og umfjöllum Tom´s í sinni kynningu greip ég vel og heillaðist mikið af allri hans framsetningu. Var þessi setning í kringum umæli varðandi breytinguna á hlutverki feðra fyrir og eftir Iðnbyltinguna. Fyrir Iðnbyltinguna var hlutverk feðra í uppeldi mun meira, feður unnu oft á ökrum í nánd heimilis á vinnustað í göngufæri við heimili ( jafnvel á heimili) og strax við 6-7 ára aldur barna og sérstaklega drengja, fóru þeir með feðrum sínum í vinnu, hvort tveggja vegna samvista eða til að læra sama fag og faðir þeirra vann við. 

En áður en ég lýk innleggi þessa dags, þá er kannski ágætt að hvert og eitt okkar hugleiðum fjölskylduform nútímans, teljum klst. samvistum við barnið. Við sjáum það að uppeldishlutverk barnanna hefur færst inná stofnanir, þangað mæta börnin klukkan 08:00 á morgnanna og koma heim klukkan 17:00, þetta byrjar á leikskólanum um 18 mánaða aldur, grunnskólinn tekur við um 6 ára aldur, svo tekur úlfatíminn við þar til það er svefntími barnanna klukkan 20-21, þegar börnin eldast og við foreldrarnir komum heim úr vinnu klukkan 17 og 18 hefur vinahópurinn og jafnaldrar barnanna tekið við hlutverkinu að hluta. Úff, ég sé það núna þegar ég skrifa það niður, ég bý ekki í fjölskylduvænu samfélagi. Ætla velta þessu aðeins meira fyrir mér, gerð þú það líka!

 

Kveðja Mundi


Skattalækkun á matvöru, en hver tekur svo til sín sparnaðinn??

Frábært framtak eða óumflýjanleg gjörningur að kröfu heimila og kjósenda?

Jæja nú finnum við öll fyrir þvi að það fer að styttast í þingkosningar næsta vor. Það eru allir farnir að smjaðra, Jón Sigurðsson segir ekkert ákveðið varðandi frekari virkjanir, Pétur Blöndal hefur þagað sl. vikur. Ingibjörg Sólrún sýnir tennurnar og Steingrímur J. ekki eins orðhvass.

Ríkisstjórnin lækkar matarskattinn 1. Mars nokkrum vikum fyrir kosningar, fyrstu vikurnar sem við komum til með að finna smávægilega fyrir lækkun matarverðs. Á meðan kosningarnar sjálfar fara fram er kvöldmaturinn okkar ódýrari en í dag. En hvað svo?  Má ekki búast við kapphlaupi stórmarkaðanna og bankanna sem slást um að taka þær auka ráðstöfunartekjur sem við fáum, annaðhvort með álagningu eða færslu og þóknunargjöldum í bankanum. Ég veðja á annaðhvort.

Ég allavegna bíð spenntur eftir því að sjá muninn og hvað hann varir lengi. Hvað komið þið til með að spara lengi? Ætli ég kaupi á meðan ekki betri matvöru, sleppi Bónus/Krónu-brauði, Bónus/Krónu kjötfarsi og útþynntri skinku.

Verði ykkur að góðu..

Kveðja

Ingimundur


mbl.is Virðisaukaskattur og tollar af matvælum lækka 1. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Mundi.is - Ingimundur Sveinn Pétursson

Höfundur

Ingimundur Sveinn Pétursson
Ingimundur Sveinn Pétursson

Spurt er

Áttu stjórnvöld að skipta sér af komu framleiðenda og leikara erótískra mynda?

Síður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Danssýning
  • Danssýning
  • Danssýning
  • Danskennsla
  • hm2007

Fólk

Ýmist nöldur og tuð eða sjóðheitar helgarsögur....

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband