Færsluflokkur: Bloggar
5.4.2007 | 02:06
Hafnarfjarðarvika
Þá er kosningum í Hafnarfirði lokið. Niðurstaðan ljós, en hvað verður er óljóst. Ég að vísu spái því að þó svo að 88 fleiri aðilar hafi kosið gegn framlögðu deiliskipulagi þá eru ekki margar vikur í nýtt deiliskipulag sem eflaust verður ekki lagt í íbúakosningu heldur samþykkt þá af bæjarstjórninni.
Samt eru enn nokkrar vangaveltur sem ég hef velt fyrir mér. Andstæðingar þessa deiliskipulags lögðu fram nokkur atriði sem ástæðu fyrir andstöðu deiliskipulagsins. Eitt af því stendur í mér ennþá, það er að hamrað var á því að 30% áls fer í umbúðir, en sögðu að við ættum að framleiða innihald, ekki umbúðir.
Er álið ekki endurvinnanlegt? Fátt ef nokkuð eins endurnýtanlegt og álið.
Önnur ástæða þess að umhverfissinnarnir hefðu átt að styðja stækkun álversins er sú að Álverið í Straumsvík mengar rúmlega tólf sinnum minna en önnur álveg í heiminum. Það getur verið okkar framlag að sýna heiminum að hægt er að framleiða ál með afskaplega lítilli mengun, vera framarlega í þeirri umhverfisvernd og hvetja þjóðir heims til að setja öðrum álverum og mengunarvöldum álíka skilyrði um mengunarvarnir og við gerum.
En nóg um Álverið, en áfram um Hafnarfjörð....
Aðstoðaði vinkonu mína að flytja í Hafnarfjörðinn á laugardaginn.... Hún keypti sér íbúð í Vallarhverfinu. Þvílík hringavitleysa í bókstaflegri merkingu, það var hringtorg eftir hringtorg ( varð næstum sjóveikur ) og eflaust ljótasti gatnagerðarfrágangur sem ég hef nokkur tíman séð í nýlegu hverfi. Þar sem maður er vanur að sjá grænt gras, tré og blóm var skreytt með grjóti, hrauni og svartri möl. Það líflegasta sem maður sá var gamangróin mosi. Sorry Hafrún, en umhverfið í kringum hverfið þitt var bara hörmung! Ekki bætti úr skák að heilt iðnaðarhvefi skyggði ekki aðeins útsýnið útá haf, heldur skyggði það líka á hið stórglæsilega Álver sem stendur í Straumsvíkinni.... Eða hvað? Annars var íbúðin bara stórglæsileg og ég veit að fjölskyldan á án efa eftir að lífga aðeins uppá hverfið. %uF04A
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 22:50
Holly Dolly og Ieva Polka, Loituma...... Maður verður bara háður......
Jæja þekkjum öll orðið Holly Dolly og Dolly Song en hvaðan það kemur vissi ég ekki fyrr en áðan og takst þá á þessa fjórband, enda hvernig sem það kallast þegar þau eru fjögur án hljóðfæris..
Lof mér að kynna Loituma frá Finnlandi.... Miklu skárri en eurotrash-ið sem unnu Eurovision..
Annars er það bara að frétta að ég er tiltölulega nýkomin frá læknavaktinni, lungnabólga og pensilín takk fyrir, enda var þessi hiti ekki alveg að gera sig.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 14:52
The Wisdom of Children
Jæja þá er maður allur að skríða til, bara eftir að næra sig nóg og safna orku. Þá ætti að vera komið nóg af þessum veikindum.
Annars rakst ég hér á færslu frá Simon Rich um þekkingu og óra yngri kynslóðarinnar um samtöl og ákvarðannatöku hinna eldri....
The Wisdom of Children
Simon Rich, newyorker.com
I. A Conversation at the Grownup Table, as Imagined at the Kids Table
MOM: Pass the wine, please. I want to become crazy.
DAD: O.K.
GRANDMOTHER: Did you see the politics? It made me angry.
DAD: Me, too. When it was over, I had sex.
UNCLE: Im having sex right now.
DAD: We all are.
MOM: Lets talk about which kid I like the best.
DAD: (laughing) You know, but you wont tell.
MOM: If they ask me again, I might tell.
FRIEND FROM WORK: Hey, guess what! My voice is pretty loud!
DAD: (laughing) There are actual monsters in the world, but when my kids ask I pretend like there arent.
MOM: Im angry! Im angry all of a sudden!
DAD: Im angry, too! Were angry at each other!
MOM: Now everything is fine.
DAD: We just saw the PG-13 movie. It was so good.
MOM: There was a big sex.
FRIEND FROM WORK: I am the loudest! I am the loudest!
(Everybody laughs.)
MOM: I had a lot of wine, and now Im crazy!
GRANDFATHER: Hey, do you guys know what God looks like?
ALL: Yes.
GRANDFATHER: Dont tell the kids.
II. A Day at UNICEF Headquarters, as I Imagined It in Third Grade
(UNICEF sits on a throne. He is wearing a cape and holding a sceptre. A servant enters, on his knees.)
UNICEF: Halloween is fast approaching! Have the third graders been given their little orange boxes?
SERVANT: Yes, your majesty!
UNICEF: Perfect. Did you tell them what the money was for?
SERVANT: No, sir, of course not! We just gave them the boxes and told them to collect for UNICEF. We said it was for a good cause, but we didnt get any more specific than that.
UNICEF: Ha ha ha! Those fools! Soon I will have all the money in the world. For I am UNICEF, evil king of Halloween!
SERVANT: Sir . . . dont you think youve stolen enough from the children? Maybe you should let them keep the money this year.
UNICEF: Never! The children shall toil forever to serve my greed!
(He tears open a little orange box full of coins and rubs them all over his fat stomach.)
UNICEF: Yes! Oh, yes!
SERVANT: Wait! Your majesty! Look at this! Our records indicate that theres a kid out thereSimonwhos planning to keep his UNICEF money this year.
UNICEF: What?! But what about my evil plans? I was going to give that money to the Russians so they could build a bomb!
SERVANT: (aside) I guess theres still one hero left in this world.
UNICEF: No!
(He runs out of the castle, sobbing.)
SERVANT: Thank God Simon is keeping his UNICEF money.
SECOND SERVANT: Yes, its good that hes keeping the money.
THIRD SERVANT: I agree. Simon is doing a good thing by keeping the money from the UNICEF box.
SERVANT: Then were all in agreement. Simon should keep the money.
III. How College Kids Imagine the United States Government
THE PRESENT DAY
Did you hear the news, Mr. President? The students at the University of Pittsfield are walking out of their classes, in protest over the war.
(spits out coffee) Wha What did you say?
Apparently, students are standing up in the middle of lectures and walking right out of the building.
But students love lectures. If theyre willing to give those up, they must really be serious about this peace thing! How did you hear about this protest?
The White House hears about every protest, no matter how small.
Oh, right, I remember.
You havent heard the half of it, Mr. President. The leader of the group says that if you dont stop the war today theyre going to . . . to . . . Im sorry, I cant say it out loud. Its just too terrifying.
Say it, damn it! Im the President!
All right! If you dont stop the war . . . theyre going to stop going to school for the remainder of the week.
Send the troops home.
But, Mr. President! Shouldnt we talk about this?
Send the troops home.
THE NINETEEN-SIXTIES
Mr. President! Did you hear about Woodstock?
Woo Woodstock? What in Gods name is that?
Apparently, young people hate the war so much theyre willing to participate in a musical sex festival as a protest against it.
Oh, my God. They must really be serious about this whole thing.
Thats not all. Some of them are threatening to join communes: places where they make their own clothing . . . and beat on drums.
Stop the war.
But, Mr. President!
Stop all American wars!
(sighs) Very well, sir. Ill go tell the generals.
Wow. Its a good thing those kids decided to go hear music. ♦
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.3.2007 | 23:10
Arðrán íslensku bankanna....
Rakst á þetta myndband á youtube...... Sá strax fyrir mér íslensku bankanna...
Skemmtileg myndlíking....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2007 | 01:47
Janúarmánuður það sem af er..... Er til rétt útgáfa af barni?
Jæja þá loksins gefst mér tækifæri til að setjast niður og skrifa meir en örfáar setningar.
Janúar mánuður er búinn að vera mjög strembinn, ja eða réttara sagt lengi að líða og er enn að líða. Almar var laggður inn á BUGL, er á dagsstatus, mætir á morgnanna og fer heim á kvöldin. Málið er að samkvæmt greiningu sem unnin var í skólanum gegnum þjónustumiðstöðina, þá var það mikill munur á þeim gögnum sem kennarinn skilaði af sér og mér að ekki var unt að komast að niðurstöðu. Samkvæmt því sem ég fyllti út er um athyglisbrest að ræða en samkvæmt því sem kennarinn fyllir út var hann með athyglisbrest, ofvirkni, á einhverfurófi o.fl.
Hann er nú búinn að vera á BUGL í rúmar 3 vikur, og er verið að prufa lyfið Abilify á honum og athuga hvort hann haldi betur athygli þannig. Það er komin nokkurskonar greining um athyglisbrest og sé ég smá mun á honum á þessum lyfjum en engan afgerandi mun samt sem áður. Eins og hann var fannst mér hann fullkominn, eða rétt eins og börn eiga að vera, þó virðist vera til einhver réttari staðall um það hvernig börn skulu vera. . . Ég er ekki að mótmæla, en þetta hefur orðið til þess að ég hef mikið velt því fyrir mér, hver réttur stuðull sé á barni? Bráðlát, ör og aktív börn, fiktin, tilraunargjörn og uppátækjasöm þykir víst ekki vera innan rétt staðals á því hvernig börn skulu vera.
Almar hefur tekið uppá ýmsu í gegnum tíðina, mjög mörgum uppátækjum, hvort tveggja óæskilegum, en þó ekki endilega óeðlilegum miðað við að þarna er barn á ferð. Það eru þrenn atvik sem mér þykir alvarleg og varða þau eldspítur og hættulegar tilraunir. Aðrar mjög óæskilegar, en samt sem áður nokkuð sem ég get glott yfir og jafnvel hlegið yfir.
Seinasta uppátæki hans var í senn óæskilegt, hættulegt en samt sem áður fyndið atvik (eftirá). Það var þannig að hann setti vasareikni í örbylgjuofninn í skólastofunni sinni, stillti á MAX og setti í gang! Ha ha, sorry sé þetta svolítið fyrir mér gerast!
Þetta var óæskilegt, jafnvel hættulegt ( þ.e.a.s. að eldhætta getur skapast af þeim eiturgufum sem koma frá plasthlutum reiknitölvunar og við ákveðin mörk blandað súrefni getur það orðið eldfimt, nokkuð sem þó 7 ára barn áttar sig ekki á, þó mörg svo mörg láti sér ekki detta í hug að setja vasareikni í örbylgju) já hvort tveggja óæskilegt, hættulegt en ég get hlegið að þessu í dag, og hló reyndar líka daginn sem þetta gerðist og skólastjórinn hringdi í mig og bað mig um að koma á fund og sækja Almar í skólann.
Ræddi þetta svo við Almar þegar við vorum komnir heim. Hann var alveg miður sín, því að honum brá rosalega, sagði mér með leiðum tóni að hann hafi ekki vitað að það kæmi svona vond lykt, blossar og reykur..... Æi hann var svo alvarlegur þegar hann var að lýsa því hvernig hann gerði þetta og hvað honum brá yfir reiknum og lyktinni.
Ég vil eiga uppátækjasamt barn! En auðvitað vil ég ekki að hann fari sér né öðrum að voða í þeim efnum. Skulum sjá til hvort lyfin hjálpi honum ekki að gæta þes að gera réttu uppátækin. Reyndar stefni ég svo að því að taka hann af lyfjunum í sumar um leið og skólanum lýkur, en þangað til hef ég hann á lyfjunum ef læknirinn leggur svo til. Þá má vona að hann verði mun Kennara vænn nemandi. Sitji kyrr og dæli inn og út þeim upplýsingum sem kennarinn þarf að koma til skila.
Reyndar hefur hann aldrei verið til trafalla, svo ég þekki til. Hann er bara hugmyndaríkur og tilraunagjarn, áhugasamur og vill reyna finna svör..... Já og prufa.
Æi, ég sjálfur er kannski í smá mótþróa, hef reyndar sagt það við alla aðila sem koma að máli, því ég hef oft dregið úr því hvernig hann er vegna þess að Mér finnst það eðlilegt, þó mér þykir ýmislegt óæskilegt, þá er ekki endilega þar með sagt að það sé óeðlilegt af nýorðnu 7 ára barni. Reyndar er eldur, það eina sem ég hef sett fyrir mig varðandi þetta hegðunarmynstur, reyndar eru 3 ár síðan önnur atvik áttu sér stað, þá í kringum 4 ára aldur, en svo var annað nýlegra, en þar hafði hann þó það hugvit að vera í vaskinum og hugsa fyrir því að geta skrúfað frá krananum á eldinn...Verð að gefa honum smá Kredit fyrir því.. Óæskilegt, með öllu. En hversu óeðlilegt var þetta? Og eru virkilega til lyf sem gera honum kleift að greina þar á milli? Nei nú er ég kominn í hringi, ég er sennilega bara hlynntari atferlismeðferð en lyfjum. Líka að angra mig frásögn kennarans á Almari, ekki beint hvað hún sagði, heldur hvernig hún hefur lýst Draumabarninu mínu....
Nei nú verð ég að hætta, annars hætti ég aldrei....Held kannski áfram seinna, held lengri ræðu þegar hann útskrifast frá BUGL.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2007 | 20:17
Jæja gleðilegt nýtt ár, ég er aðeins að ranka við mér....
Gleðilegt nýtt ár, það er víst kominn tími á að ég láti aðeins heyra í mér á nýju ári, svona þegar ég hef andartak til að anda setjast niður, vafra og blogga.
Varð bara að henda inn einu stuttu innleggi til að ýta við mér að halda áfram. Strengdi engin áramótaheit, en spurning um að ná samt einu innleggi vikulega hið minnsta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2006 | 20:39
Feðradagur, fjölskylduform nútímans.
Jæja feður til hamingju með daginn. Fyrsti opinberi feðradagurinn, 62 árum á eftir fyrsta mæðradeginum á Íslandi sem var 24. Maí 1934.
Jafnrétti snýr nefnilega ekki aðeins að konum og mæðrum, heldur körlum og feðrum líka.
Fyrir vikið héldu Ábyrgir feður ráðstefnu á Hótel Nordica klukkan 14 í dag. En það var svo ekki fyrr en í hádeginu sem ég vissi af því þegar fjallað var um það í fréttum, fyrir vikið skellti ég mér í sturtu og skelltum við feðgarnir okkur að því loknu á ráðstefnu. Almar fór í gæslu, litaði, föndraði, bjó til bát, hatt og fór í leiki.
Ráðstefnan byrjaði á ávarpi Magnúsar Stefánssonar, Félagsmálaráðherra. Gísli Gíslason kom svo með erindi frá Ábyrgum feðrum, Dr. Sigrún Júlíusdóttir kom svo með erindi úr rannsókn sem hún er að vinna úr núna um hagi foreldra og hamingju barna og að lokum hélt Tom Beardshaw erindi um stöðu feðra í Englandi opinbera stöðu þeirra gagnvart yfirvöldum þar sem opinbera kerfi þeirra gerir feðrum erfiðara fyrir að taka jafnan þátt í foreldrahlutverkinu heldur en móður, kom mér mest á óvart að feður fá þar aðeins 2 vikur í barneignafrí, en mæður allt að 12 mánuðum. Hin sjarmerandi, Frú Vigdís Finnbogadóttir, var svo heiðursgestur ráðstefnunnar.
Þeir fyrirlestrar sem þarna voru haldnir og innihald þeirra komu eflaust flestum ekki mikið á óvart, en góð áminning fyrir alla sem á þá hlustuðu. Hlutverk feðra er ekki lengur einskorðað við framfærslu heimilis og fjölskyldu, líkt og hlutverk mæðra er heldur ekki einskorðað við uppeldi barna og heimilisstörf. Það er nú hlutverk hvort tveggja mæðra og feðra að framfæra heimili, sinna heimilisskyldum og ala upp börnin í sameiningu hvort sem um hjónaband, sambúð eða skilnað er að ræða.
Feður og mæður eru hvort tveggja jafn mikilvæg.
Það krefst ekki mikilla jákvæðni að viðurkenna það að mikilvægi feðra og mæðra er það sama. Hlutverk þeirra er það sama, uppeldi krefst þess sama af hvoru fyrir sig, sömu vinnu og sömu umhyggju. En sennilega krefst samfélagið lengri tíma, sem felst í því að minnka hlutverk mæðra og kvenna í lífi barna og auka hlutverk feðra og karla.
Rétt eins og börnin okkar, þá lærðum við það sem fyrir okkur var haft. Sú kynslóð sem nú sinnir foreldrahlutverkinu verður sennilega með seinustu kynslóðunum til að alast upp við kynjaskipt hlutverk foreldra okkar, feður okkar voru fyrirvinnan og mæðurnar ólu okkur upp. Mörg okkar sjá þetta eflaust ekki breytast á einni nóttu, ekki í dag, en vonandi verður samt skref í þá átt á hverju ári, annað skref tekið á næsta ári og eitt skref hvert ár þar á eftir. Í kaffipásunni lennti ég á spjalli við hina sjarmerandi Frú Vigdísi Finnbogadóttur og nefndi ég það að ég teldi jafnræði í uppeldi, heimilisstörfum og framfærslu heimilana taki e.t.v. samfélagið 1-2 kynslóðir, því miður. Það þarf ekki aðeins hugarfarsbreytingu meðal foreldra, heldur er nauðsynlegt að atvinnurekendur leggi áherslu á fjölskylduvænan vinnutíma, þingmenn og ráðherrar breyti umgjörð fjölskyldunnar á Íslandi. Það þarf breytingar á skattaumhverfi, meðlagi, skattfríðindum, útgjalda o.s.frv. samfélagið þarf að vera fjölskylduvænna, fyrir öll fjölskylduform og eigi verra en svo að einstaklingur á lágmarkslaunum geti framfleytt sér, sínum börnum og eignast sitt eigið húsnæði með breyttu lánakerfi, skattaumhverfi og gjaldfrjálsri þjónustu fyrir börnin.
Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra, en hér koma nokkur ummæli af ráðstefnunni sem ég tel að allir ættu að hugleiða og hafa að leiðarljósi.
Mögulega fer ég ekki orðrétt með ummæli viðkomandi, endilega sendið mér leiðréttingar sé þetta rangt hjá mér.Varðandi rétt á umgengni og uppeldi barna.
Ábyrgðin og verkefnin snúa að fullorðnum: Ríkisstjórninni og foreldrum. En rétturinn og lausnirnar varða börnin. Dr. Sigrún Júlíusdóttir.
Erum við búin að gleyma því hvernig er að vera barn? Setjum okkur í spor barnanna.
- Frú, Vigdís Finnbgadóttir, varðandi ágreining foreldra um hagsmuni barna.
Það var iðnbyltingin sem festi mæður á heimilum en feður á vinnustöðum. Tom Beardshaw, frá Fathers Direct í Englandi. Þessi ummæli og umfjöllum Tom´s í sinni kynningu greip ég vel og heillaðist mikið af allri hans framsetningu. Var þessi setning í kringum umæli varðandi breytinguna á hlutverki feðra fyrir og eftir Iðnbyltinguna. Fyrir Iðnbyltinguna var hlutverk feðra í uppeldi mun meira, feður unnu oft á ökrum í nánd heimilis á vinnustað í göngufæri við heimili ( jafnvel á heimili) og strax við 6-7 ára aldur barna og sérstaklega drengja, fóru þeir með feðrum sínum í vinnu, hvort tveggja vegna samvista eða til að læra sama fag og faðir þeirra vann við.
En áður en ég lýk innleggi þessa dags, þá er kannski ágætt að hvert og eitt okkar hugleiðum fjölskylduform nútímans, teljum klst. samvistum við barnið. Við sjáum það að uppeldishlutverk barnanna hefur færst inná stofnanir, þangað mæta börnin klukkan 08:00 á morgnanna og koma heim klukkan 17:00, þetta byrjar á leikskólanum um 18 mánaða aldur, grunnskólinn tekur við um 6 ára aldur, svo tekur úlfatíminn við þar til það er svefntími barnanna klukkan 20-21, þegar börnin eldast og við foreldrarnir komum heim úr vinnu klukkan 17 og 18 hefur vinahópurinn og jafnaldrar barnanna tekið við hlutverkinu að hluta. Úff, ég sé það núna þegar ég skrifa það niður, ég bý ekki í fjölskylduvænu samfélagi. Ætla velta þessu aðeins meira fyrir mér, gerð þú það líka!
Kveðja Mundi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2006 | 02:00
Vetrarfrí og frístund. Neyddur í launalaust frí!
Jæja nokkuð síðan ég sagði nokkur orð seinast. En nú get ég víst gefið mér tíma þar sem vetrarfrí hefur verið í skólanum hjá syni mínum og ég þar af leiðandi þröngvaður í launalaust frí. Ekki það að ég geti ekki nýtt tímann með syni mínum eða njóti þess ekki, þó svo að aðra daga vilji ég glaður eiga mun meiri tíma með honum. Kvöldin eftir vinnu frá sex til hálf níu nýtist okkur verulega illa enda margt sem þarf að gerast á þeim stutta tíma.
Það er samt allaf ENN , ef við lítum á það öðruvísi þá hefði ég viljað hafa valmöguleika þarna á að geta skráð hann í Frístund þessa daga. Af 22 virkum dögum í nóvembermánuði þá skerðir þriggja daga vetrarfrí grunnlaunin um 14% í nóvember. Og fyrir mig einan þá er það veruleg skerðing fyrir mig. Ég veit það líka að ég er ekki eina foreldrið sem stend í þessum sporum, sumir bjargast með eldri börnum sem geta gætt yngri systkyna sinna, aðrir foreldrar geta skipst á að taka sér frí, sumir foreldrar eru heimavinnandi, og 14% skerðing af launum annars aðila í sambúð eða hjónabandi er í fleiri tilvikum minni skellur en af einföldum tekjum. Ég trúi ekki öðru heldur en að allir aðilar í stjórn ÍTR komi til með að samþykkja þessa tillögu, annars þætti mér gaman að þræta gegn þeim rökum sem standa með því að gera það ekki. Svo getur auðvitað velverið að hann Björn Ingi eigni sér þessa tillögu líka og samþykki hana í sínu nafni, þá er samt góðri tillögu komið í gegn.
Úff ég get alveg nöldrað og tuðað meira um þetta, en í staðinn fyrir að gera miklu meira af því þá settist ég niður og ritaði stjórn ÍTR erindi og tillögur þess efnis um að Frístundaheimili ÍTR skuli vera opin alla þá daga á starfstíma grunnskólanna, sem ekki er frídagur samkv. Almanaki eða eða lögum. Lagði einnig til að nú eftir vetrarfríið verði gerð létt könnun á því hvernig foreldrar nýttu tímann, hve margir tóku sér frí frá vinnu, hvort foreldrar skiptu með sér þessum dögum o.s.frv. skipt eftir sambúðarformi og hvort feður eða mæður eru svo líklegri til að taka sér frí frá vinnu.
Sumt af því skýrir sig mjög auðveldlega, annað er af hreinni forvitni og alltaf gaman að sjá áhugaverðar kannanir og niðurstöður þeirra.
Reyndar á ég inni hjá ÍTR fleiri erindi og furðulegt hvernig sumt af því virðist ætla að visna þar. Læt ykkur vita seinna hvernig þau erindi fara.
Kveðja
Mundi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2006 | 18:46
Fréttir úr Breiðholtinu.
Svona í framhaldinu varðandi innleggið mitt um Gullnámuna í Álfabakkanum, þá skyldist mér að hægt sé að rita undir undirskriftarlista til að mótmæla opnum spilasalar í mjóddinni. Listinn liggur fyrir í blómabúiðinni í Mjódd.
Jæja það er nú ekki svo margt annað né mikið að frétta frá mér. Upptekinn flesta daga og orðið bannað að hringja í mig eftir klukkan 21:30 á kvöldin, þá er ég oftast sofnaður. Ekkert sinnt vinum mínum og vinkonum þessa vikuna, né fjölskyldunni, alltaf á leiðinni að hringja, kíkja við, láta heyra í mér og hoppa í mat. En það virðist alltaf enda þannig að ég fresta því um smá stund og svo aðeins lengur og þá það næsta sem ég veit er að ég hef ekki heyrt í neinum í nokkra daga og sumum í nokkrar vikur og enn aðra nokkra mánuði. Og alltaf er ég á leiðinni að fara bæta úr því, en jafnoft dregst það og tefst.
Almar fór með mömmu sinni og frænkum upp í sumarbústað seinustu helgi, vann á laugardeginum og slappaði svo af á sunnudeginum þar til Almar kom aftur í bæinn.
Var svona Hell of a night Why am I alone Notalegt enn nenni því ekki.
Ýmislegt sem ég gæti haldið áfram að rabba um, en hvar á maður að byrja og hvar á maður að enda? Gæti sagt nóg um þau prófkjör sem nú eru í gangi, en nenni því ekki í þetta skiptið, læt það duga að upplýsa ykkur um tilgangslega punkta og dagsdaglegar hugsanir mínar um lítilsverða hluti. Annars snýst þetta ekki um annað en að upplýsa ykkur um lot of useless information.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2006 | 00:16
So I think I can dance??? Ég allvegna óska þess....
En já, ég var að horfa á Sirkus TV áðan og á þáttinn, So you think you can dance? , eins og áður þá dauðlangar mig bara að dansa eins og þau. Dauðlangar að kunna dansa eins og þau, er sko samt ekkert að standa upp hérna í stofunni og taka sporin sem þau taka og apa það upp eftir þeim, jafnvel þótt það sjái enginn til mín hérna heima. Eða hvað kannski geri ég það og vil ekki viðurkenna það.....
Þetta virkar bara svo skemmtilegt, ég veit alveg að þetta er erfitt líkamlega þótt þau láti það líta vel út og virki auðvelt. Ég sit yfir þessu og öfunda strákana að kunna að dansa og hvað þá að fá að dansa við þessa þokkalega HOT kroppa sem eru þarna, enda kannski ekki skrítið að stúlkunar séu með þessi flottu læri og vel byggðu líkama, þær eru sí-dansandi. Kannski er minn líðan álíka og þegar stóra fólkið horfir á þættina, The biggest looser. Eflaust vilja þau taka þátt, fá aðstoð, kennslu í mataræði, hreyfingu og alla þá hvatningu og móralskan stuðning úr sínu liði.
Ég hef reyndar ekki athugað það, en ég held ég hafi heldur ekki tíma til að fara í danskennslu og sennilega er kostnaðurinn líka þannig að ég tími því ekki og þó, mig vantar bara tíma. Fyrir utan það að finna einhvern til að mæta með sér og læra dansa eða kenna mér. Þannig að í bíli verð ég að láta mér það nægja að dreyma um að kunna að dansa.
Mundi.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)